Fjöldi Kaupþingsmála fyrir dóm

Kaupþing banki.
Kaupþing banki. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrirtaka í 18 málum slitastjórnar Kaupþings gegn fjöldamörgum erlendum fjármálastofnunum og fjárfestum fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun og á föstudaginn. Er um að ræða riftunarkröfu vegna endurkaupa Kaupþings á eigin skuldabréfum á árinu 2008. Áttu kaupin sér stað á síðasta hálfa árinu áður en bankinn féll.

Á kröfuhafafundi slitastjórnar Kaupþings í desember 2011 kom fram að um væri að ræða um 20 milljarða króna. Allt í allt eru málin um 30 talsins, en þau voru höfðuð árið 2012 og hafa verið í gangi í dómskerfinu síðan. Meðal annars hafa atriði sem varða það hvar höfða eigi málið, kröfufrestinn og nú síðast um dómskvadda matsmenn, farið fyrir Hæstarétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK