Hagnaður N1 135 milljónir

mbl.is/Þórður Arnar

Hagnaður N1 nam 135 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 77 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra.

Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, EBITDA, nam 269 milljónum króna á ársfjórðunginum en var 120 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Þá jókst framlegð af vörusölu um 12,8%, eða 226 milljónir króna, á fjórðunginum miðað við sama tímabil í fyrra. Skýrist þessi aukna framlegð að mestu af auknum umsvifum í sjávarútvegi og á einstaklingsmarkaði.

Eigið fé félagsins var 10.529 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 45,0% í lok marsmánaðar. Arðsemi eiginfjár var 4,9% á ársfjórðungnum, borið saman við -2,2% á fyrsta fjórðungi 2014.

Á aðalfundi félagsins þann 23. mars var samþykkt að greiða út arð að fjárhæð 840 milljónir króna.

Hreinar vaxtaberandi skuldir voru samtals 1.826 milljónir króna í lok mars en ef tekið er tillit til eignarhluta félagsins í hlutdeildarfélögum, þá voru hreinar vaxtaberandi skuldir í lok tímabilsins 335 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK