Lokar afgreiðslu á Tálknafirði

Tálknafjörður.
Tálknafjörður. Ljósmynd/Bæjarins besta

Landsbankinn hefur ákveðið að loka afgreiðslu sinni á Tálknafirði og verður síðasti opnunardagur hennar föstudaginn 5. júní. Eftir sem áður geta viðskiptavinir bankans á sunnanverðum Vestfjörðum sótt þjónustu til öflugs útibús á Patreksfirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Afgreiðslan á Tálknafirði hefur heyrt undir útibúið á Patreksfirði og að stórum hluta hefur þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina á Tálknafirði verði sinnt þar. Vegalengd á milli staðanna er átján kílómetrar.

Í tilkynningunni segir að þessi breyting sé til hagræðingar og einföldunar á rekstri Landsbankans og leiði einnig af þeirri þróun sem á sér stað í bankastarfsemi, þar sem viðskiptavinir nýta sér rafræna þjónustu í síauknum mæli í stað þess að sækja í útibú eða afgreiðslur. Við þetta láta tveir starfsmenn af störfum, báðir í hlutastarfi.

Undanfarin ár hafa þéttbýlisstaðirnir Bíldudalur, Tálknafjörður og Vesturbyggð smám saman orðið að einu atvinnusvæði og mörg af helstu þjónustufyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum eru á Patreksfirði, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK