Marlboro ennþá verðmætast

AFP

Þrátt fyrir að dregið úr reykingum og að verulegar skorður hafi verið settar við tóbaksauglýsingum telst Marlboro ennþá meðal tíu verðmætustu vörumerkja heims. 

Árlegur listi yfir verðmætustu vörumerkin var gefinn út í gær en samkvæmt honum vermir tóbaksframleiðandinn eitt af tíu efstu sætunum, tíunda árið í röð.

Marlboro situr í tíunda sæti og er metið á 80 milljarða dollara en það er 19% aukning frá fyrra ári. Til þess að setja verðmætið í samhengi má nefna að Marlboro situr ofar en netrisarnir Facebook og Amazon.

Í grein CNN Money er bent á að Marlboro gæti raunar notið góðs af hertum reglum um tóbaksauglýsingar þar sem erfiðara verður fyrir ný fyrirtæki að koma sér inn á markaðinn. Þannig geti Marlboro aukið sína hlutdeild.

Samkvæmt móðurfélagi Marlboro, Altria, hefur Marlboro verið stærsta tóbaksfyrirtækið á Bandaríkjamakaði í 35 ár. Það er með 44% markaðshlutdeild, sem er meira en samanlögð hlutdeild tíu næststærstu tóbaksfyrirtækjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK