Helgi kaupir fyrir 109 milljónir í N1

Helgi Magnússon
Helgi Magnússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1, keypti í dag hluti í félaginu fyrir tæpar 109 milljónir króna. Alls keypti hann þrjár milljónir bréfa á genginu 36,3. 

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um 4,72% í dag og velta með hlutabréfin nemur 677 milljónum króna frá opnun markaða í morgun.

Uppgjör yfir væntingum

Fyrsta uppgjör ársins hjá N1 var kynnt í gær og var það yfir væntingum. Brúttó framlegð var 20% og hefur hún aldrei verið jafn há síðan félagið kom á markað. Rekstrarhagnaður félagsins var um 95 milljónir króna á tímabilinu og er það mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar rekstrartap nam 59 milljónum króna en slök loðnuvertíð hafði mikil áhrif á afkomu félagsins í fyrra.

Sala dróst saman um 13% á milli ára og nam 9,9 milljörðum króna.

Í samtali við Morgunblaðið í lok síðasta árs hafnaði Helgi Magnússon því al­farið að það kunni að skapa hættu á hags­muna­árekstr­um að hann sé um­svifa­mik­ill fjár­fest­ir í fé­lög­um í Kaup­höll­inni sam­tím­is því að vera vara­formaður stjórn­ar Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna. „Þess­ir hags­mun­ir fara al­gjör­lega sam­an,“ sagði Helgi.

Frétt mbl.is: Hagsmunirnir fara saman

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK