Þessi tíu lið taka þátt í Startup Reykjavík

Mynd af Facebook síðu Startup Reykjavík

Tíu teymi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík. Alls bárust um 150 umsóknir. Hraðallinn var nýverið valinn besti viðskiptahraðall Norðurlandanna og fer fram í fjórða sinn í sumar á vegum Arion banka og Klak Innovit.

Verkefnin sem valin hafa verið til þátttöku í Startup Reykjavík nú í sumar:

  • Wasabi Iceland - Ætla að rækta hágæða wasabi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og endurnýjanlega orku
  • Kvasir software - Munu nútímavæða borðspil þar sem síminn þinn er stjórntækið og sjónvarpið borðspilið
  • Farma - Tengir saman rafræn skilríki og rafræna lyfseðla. Fólk getur keypt lyf á netinu með öruggum hætti og fengið sent heim
  • Viking Cars - Vettvangur til þess að deila bílnum sínum með öðrum með öruggum hætti - þetta er eins og Airbnb fyrir bíla
  • Spor í sandinn - Munu byggja sjálfbært vistkerfi í hjarta borgarinnar sem býður upp á nýja upplifun í ferðaþjónustu
  • Genki instruments – Eru að þróa nýstárleg raftónlistarhljóðfæri sem tengja má saman með áður óséðum hætti
  • Three42 - Hugbúnaður sem tekur við upplýsingum úr bílnum þínum og tengir beint við snjallsímann
  • Delphi - Nýta þekkingu fjöldans til þess að spá fyrir um tiltekna viðburði í framtíðinni
  • PuppIT - Þróa tækni til að taka upp myndefni í rauntíma til þess að nýta fyrir kvikmyndir, leiki, leikhús og sýndarveruleika
  • Hún / Hann Brugghús - Stefna að því að búa til hágæða bjór úr íslenskum hráefnum

Teymunum tíu sem valin hafa verið til þátttöku verður lagt eftirfarandi til: 

  • 2 milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu
  • 10 vikna þjálfun/ráðgjöf frá mentorum víðs vegar að úr atvinnulífinu 
  • Sameiginleg aðstaða allra viðskiptateymanna
  • Tækifæri til að kynna sig og verkefni sín fyrir fjárfestum á lokadegi verkefnisins

„Fyrirtækin sem valin hafa verið til þátttöku í ár eru með mikla breidd í starfsemi og teymin eru sterk. Framkvæmd viðskiptahugmynda veltur mest á því fólki sem við hana starfar og við hlökkum til að vinna með fyrirtækjunum í sumar og í framhaldinu. Að Startup Reykjavík hafi verið valinn Viðskiptahraðall ársins á Norðurlöndunum nýlega setur svo jákvæðan þrýsting á okkur að halda áfram að efla frumkvöðlaumhverfið á Íslandi,“ er haft eftir Einari Gunnari Guðmundssyni, forsvarsmanni Arion banka í nýsköpun, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK