Forseti American Express látinn

Ed Gilligan, forseti greiðslukortafyrirtækisins American Express lést í gærmorgun. Hann varð alvarlega veikur um borð í flugvél á leið til New York.

Gillian, sem var 55 ára, starfaði í 35 ár hjá fyrirtækinu, eða frá 20 ára aldri. Hann hóf störf sem nemi en tókst að klífa metorðastigann innan fyrirtækisins.

Aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru um borð í vélinni þegar maðurinn veiktist og kom vélin inn til lendingar áður en hún náði á áfangastað í New York.

Gilligan lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK