Tap hjá fjárfestingafélaginu Eyrir Invest

Þórður Magnússon stjórnarformaður Eyrir Invest.
Þórður Magnússon stjórnarformaður Eyrir Invest.

fjárfestingar Fjárfestingafélagið Eyrir Invest skilaði þriðja árið í röð tapi á síðastliðnu ári og nam það 33,7 milljónum evra eða 5 milljörðum króna, í samanburði við 2,8 milljarða árið á undan og 2,1 milljarð króna árið 2012. Sjóðsstreymi frá rekstri síðasta árs var neikvætt sem nam 181 milljón króna. Eignir í efnahagsreikningi voru skráðar í lok árs á 318,700 milljón evrur eða 47,2 milljarða króna og lækkuðu um 2,2 milljarða frá árinu á undan. Skuldir voru í lok ársins 27 milljarðar króna og hækkuðu um 20 milljónir króna milli ára. Eigið fé lækkaði milli ára og var eiginfjárhlutfallið í árslok 42% í samanburði við 50% árið á undan. Laun og tengd gjöld námu 135 milljónum króna á árinu, þar af voru greiddar 85 milljónir króna til stjórnarformanns og þriggja framkvæmdastjóra. Í félaginu eru 7 stöðugildi.

Stærstu einstöku eignir félagsins eru 29% hlutur í Marel og 17% í eignarhaldsfélagi sem á hollenska félagið Stork BV. Meðal stærstu eigenda Eyrir Invest eru Landsbankinn, Þórður Magnússon, Árni Oddur Þórðarson og Lífeyrissjóður verslunarmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK