Actavis kaupir Auden Mckenzie

Actavis
Actavis Rósa Braga

Actavis plc, móðurfélag Actavis á Íslandi, tilkynnti í dag að kaupum félagsins á breska samheitalyfjafyrirtækinu Auden Mckenzie væri nú lokið. Actavis greiðir u.þ.b. 306 milljónir punda með reiðufé fyrir breska félagið ásamt því að greiða hagnaðarhlutdeild af framlegð næstu tveggja ára af einni af vörum félagsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í kjölfar kaupanna er Actavis stærsti framleiðandi samheitalyfja í Bretlandi, með hátt í 900 mismunandi samheitalyf á markaði. Í kjölfar sameiningarinnar við bandaríska frumlyfjafyrirtækið Allergan í mars hefur Actavis breyst úr því að vera umsvifamikið samheitalyfjafyrirtæki í að skipa sér í flokk tíu stærstu alhliða lyfjafyrirtækja heims, segir í frétt frá félaginu.

„Eftir kaupin á Auden McKenzie er Actavis nú þriðja stærsta alhliða lyfjafyrirtæki í Bretlandi en markmið Actavis er að vera leiðandi á lykilmörkuðum sínum og í þeim lyfjaflokkum sem fyrirtækið sérhæfir sig í, bæði á sviði samheitalyfja og frumlyfja. Actavis vinnur stöðugt að því að auka úrval samheitalyfja á hagkvæmu verði fyrir sjúklinga út um allan heim með öflugri lyfjaþróun. Þessi kaup styrkja einnig starfsemi félagsins á því sviði en um 40 ný lyf í þróun bætast við núverandi verkefni. Þá er Actavis einnig í sterkri stöðu í Bretlandi þegar kemur að frumlyfjum, m.a. á sviði húð- og lýtalækninga, augn-, tauga-, smit- og meltingarsjúkdóma, auk heilsu kvenna,“ segir í tilkynningunni.

Actavis er nú með starfsemi í 100 löndum, yfir 30.000 starfsmenn og áætlaða ársveltu sem nemur 23 milljörðum bandaríkjadala. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dublin á Írlandi og höfuðstöðvar stjórnunar í New Jersey í Bandaríkjunum. Actavis er skráð í Kauphöllina í New York (NYSE:ACT).

Hjá starfsstöð Actavis í Hafnarfirði starfa um 700 manns m.a. á sviði lyfjaþróunar, alþjóðlegra lyfjaskráninga, framleiðslu, gæðamála og fjármála. Einnig starfar á Íslandi hópur sérfræðinga á sviði einkaleyfa, öflug sölu- og markaðsdeild sem sinnir Íslandsmarkaði og ýmis stoðsvið. Í Hafnarfirði eru einnig höfuðstöðvar Medis, dótturfélags Actavis, sem selur lyf og lyfjahugvit til annarra lyfjafyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK