Þessi bleika taska setti met

Taskan er fagurbleik.
Taskan er fagurbleik. Mynd/Christie's

Enginn hefur greitt meira fyrir eina handtösku en kona frá Hong Kong, sem keypti þessa bleiku Hermes tösku á uppboði hjá Christies's í dag. Konan reiddi fram 222 þúsund dollara, eða rúmar þrjátíu milljónir íslenskra króna fyrir gripinn.

Um skærbleika Birkin tösku úr krókódílaleðri er að ræða en festingar eru úr 18 karata hvíta-gulli og demöntum. Kaupandinn bauð í töskuna í gegnum síma.

Fyrra metið átti taska af sömu tegund, þ.e. Hermes Birkin, en hún seldist á uppboði á 203 þúsund dollara, eða rúmar 27 milljónir króna, árið 2011.

Töskurnar hafa notið mikilla vinsælda meðal fína og fræga fólksins og er hönnuðurinn og fyrrum Spice Girls-pían Victoria Becham, sögð eiga um 100 stykki. Þá eru söng- og leikkonan Jennifer Lopez og fyrirsætan Kate Moss einnig miklir aðdáendur.

Eftirspurnin eftir töskunum er mikil og er gjarnan mánaða biðlisti eftir þeim. Þær kosta allt frá 7.600 dollurum, eða rúmri einni milljón króna.

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK