Tengist ekki fjármagnshöftunum

mbl.is/Rósa Braga

Hvorki fjármagnshöftin né íslenska krónan eru ástæða þess að tekin hefur verið ákvörðun um að flytja hluta af starfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Actavis frá Íslandi samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Tilkynnt var í gær að ákvörðun hefur verið tekin um að færa framleiðslu lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi til annarra framleiðslueininga samstæðunnar. Þetta yrði gert í hagræðingarskyni og væri liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Gert er ráð fyrir að fyrstu breytinga í þessum efnum fari að gæta í árslok 2016 en gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.

Samkvæmt svari Actavis við fyrispurn frá mbl.is um nánari rekstrarlegar forsendur ákvörðunarinnar er hún ekki til komin vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi, efnahagsumhverfisins hér á landi eða öðrum sérstökum staðbundnum þáttum líkt og íslensku krónunni eða fjármagnshöftunum. Eingöngu sé um að ræða hagræðingu innan fyrirtækisins. Svigrúm sé til staðar í stærri verksmiðjum Actavis erlendis fyrir þá framleiðslu sem farið hefur fram hér á landi þar sem framleiðslukostnaður er auk þess lægri. Þar spili margt fleira inn í en launakostnaður.

Þá er ítrekað í svarinu að ákvörðunin tengist heldur ekki frammistöðu starfsfólks Actavis hér á landi enda hafi framleiðslueining fyrirtækisins hér á landi skilað framúrskarandi árangri og verið til fyrirmyndar á allan hátt.

Fréttir mbl.is:

„Þetta er mjög alvarlegt“

Áfall fyrir Hafnarfjörð

Sagt frá hópuppsögnum í morgun

Hluti Actavis flytur frá Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK