Mögulegur freistnivandi við skráningar

Hætta er á freistnivanda þegar umsjónaraðili er einnig seljandi en …
Hætta er á freistnivanda þegar umsjónaraðili er einnig seljandi en í mörgum tilvikum hafa bankar verið í báðum hlutverkum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Af þeim 11 skiptum sem hlutabréf félaga hafa verið tekin til viðskipta á Aðallista í Kauphöll Íslands frá árinu 2011 er einungis í tveimur tilvikum sem umsjónaraðili útboðsins er ekki seljandi hlutabréfanna.

Sérfræðingar Capacent hafa bent á að hagsmunaárekstrar kunni að skapast þegar sami aðili er umsjónaraðili við skráningu og útboð og er jafnframt seljandi, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu.

Slíkt fyrirkomulag sé til vitnis um óþroskaðan hlutabréfamarkað á Íslandi og að ólíklegt væri að þessi vinnubrögð myndu sjást í nágrannalöndum, segir í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK