Maðurinn á bak við Burt's Bees látinn

Burt Shavitz prýðir vörumerki fyrirtækisins, Burt's Bees.
Burt Shavitz prýðir vörumerki fyrirtækisins, Burt's Bees. Vefur Burt's Bees.

Bandaríski býflugnabóndinn Burt Shavitz, sem var þekktur fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu, lést í gær áttræður að aldri.

Shavitz, sem er annar stofnenda snyrtivörufyrirtækisins Burt's Bees, lést í heimabæ sínum í Maine umkringdur fjölskylu og nánum vinum, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Shavitz ræktaði býflugur og framleiddi meðal annars kerti úr vaxinu. Það var árið 1984 sem hann kynntist Roxanne Quimby er hann tók hana upp á puttanum og viðskiptahugmynd varð til, Burt's Bees. 

Quimby tók að sér að selja kerti fyrir Shavitz og smátt og smátt útvíkkuðu þau samstarfið undir merkjum Burt's Bees. Allar vörur fyrirtækisins, sem framleiðir náttúrulegar snyrtivörur, eru merktar andliti Shavitz og er andlit hans löngu orðið heimsþekkt þrátt fyrir að hann hafi selt Quimby sinn hlut í fyrirtækinu árið 1994 er höfuðstöðvar þess voru fluttar til Norður-Karólínu. 

Þekktasta vara Burt's Bees, varasalvinn, var sett á markað árið 1991 og er enn þann dag í dag söluhæsta vara þess.

Árið 2007 keypti fyrirtækið Clorox öll hlutabréfin í Burt's Bees á 925 milljónir Bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK