ESPN færir golfmót af Trump vellinum

Donald Trump tókst að reita marga til reiði.
Donald Trump tókst að reita marga til reiði. AFP

ESPN hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa slitið á tengslin við Donald Trump. Íþróttarásin ákvað að færa væntanlegt ESPY stjörnu-golfmót (e.  ESPY Celebrity Golf Classic) af Trump golfvellinum.

Í yfirlýsingu frá ESPN segir að virðing fyrir fjölbreytileika sé eitt af grunngildum stöðvarinnar. Mótið verður í staðinn haldið þann 14. júlí nk. á Pelican Hill golfvellinum í Los Angeles.

Í yfirlýsingunni sagði jafnframt að ágóðinn myndi renna í Stuart Scott minningarsjóðinn en Scott var fréttaþulur hjá SportsCenter og lést úr krabbameini í janúar sl. Þaðan verður ágóðanum veitt í krabbameinsrannsóknir fyrir minnihlutahópa.

Talsmaður Donalds Trump svaraði ekki fyrirspurn CNN um málið en líkt og áður segir fylgir ESPN með þessu í fótspor annarra fyrirtækja sem hafa klippt á tengslin við Trump sökum ummæla sem hann viðhafði í mexíkóska innflytjendur. 

Hin fyrirtækin eru sjónvarpsstöðvarnar NBC og Univision, sem vildu ekki sýna frá keppninni Ungfrú Bandaríkin, sem að hluta er í eigu Trump. Þá ætlar Macy's að taka fatalínu hans úr sölu.

Þegar Trump til­kynnti for­setafram­boð sitt í júní sagði hann að mexí­kósk­um inn­flytj­end­um í Banda­ríkj­un­um fylgdu jafn­an glæp­ir, fíkni­efni og nauðgan­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK