Starbucks hækkar kaffiverð

Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja í heimi.
Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja í heimi. AFP

Starbucks ætlar að hækka verð á flestum heitum drykkjum, s.s. hefðbundnu kaffi og latte, um fimm til tuttugu prósent á næstunni þrátt fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um átján prósent á síðasta ársfjórðungi.

Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heimi en á síðasta ári voru 600 ný kaffihús opnuð í Bandaríkjunum einum. Alls eru ríflega 20 þúsund Starbucks kaffihús víða um veröld.

Sala hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum en aukningin nam sjö prósentum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Hagnaður á síðasta ársfjórðingi nam 4,6 milljörðum dollara og hækkaði þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað vegna launahækkana starfsmanna.

Upplýsingafulltrúi Starbucks sagði í samtali við CNN Money að þetta væri í fyrsta sinn á tveimur árum sem flestir heitir drykkir hækkuðu í verði. Fyrirtækið gaf nákvæmar prósentuhækkanir þó ekki upp þar sem drykkirnir kosta mismikið í mismunandi borgum og fylkjum Bandaríkjanna.

Frétt CNN Money

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK