Rifta við stúdenta á Airb'n'b

Nýlegir stúdentagarðar við Norræna húsið.
Nýlegir stúdentagarðar við Norræna húsið. mbl.is/Styrmir Kári

Félagsstofnun stúdenta fylgist með síðum á borð við Airb'n'b og skoðar hvort stúdentar séu að leigja út íbúðir á stúdentagörðum til ferðamanna. Á einu ári hefur tveimur samningum verið rift vegna útleigu á síðunni og annað mál er í skoðun vegna framleigu en samkvæmt leigusamningi er slíkt stranglega bannað.

Hjá Félagsstofnun stúdenta eru yfir 1.100 íbúðir í útleigu á átta stúdentagörðum. Færst hefur í vöxt að Íslendingar skrái íbúðir sínar til leigu á Airb'n'b og við fljótlega athugun sést að yfir eitt þúsund íbúðir eru á skrá í Reykjavík.

Íbúar láta vita

Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, segir að stofnunin fylgist vel með og að íbúar séu einnig vakandi en ógjörningur sé hins vegar að fylgjast með þessu að fullum krafti vegna mikils fjölda íbúða á síðunni. „Við fáum oft ábendingar frá íbúum sem eru í grunninn mótfallnir þessu og láta vita ef íbúar á görðunum eru ekki stúdentar,“ segir Rebekka.

Fyrsta málið tengt Airb'nb kom upp síðastliðið haust og var leigusamningnum tafarlaust rift. Rebekka tekur fram að það komi skýrt fram í samningi að hagnýting og framleigja íbúðanna sé stranglega bönnuð. Þá segir hún að auðvelt sé að afla sönnunarganga með skjáskotum á síðunni. Því fari ekki á milli mála ef íbúðin er á skrá.

Tvö mál til viðbótar

Eftir að fyrsta málið komst upp sendi FS póst á alla íbúa og ítrekaði að samkvæmt leigusamningi mætti ekki framleigja íbúðirnar. Síðan hafa komið nokkrar ábendingar þar sem íbúar hafa t.d. haft á tilfinningunni að einhver annar en leigutaki sjálfur búi í íbúðinni.

Fyrir um tveimur vikum kom síðan upp annað mál þar sem leigusamningi við íbúa var tafarlaust rift af sömu sökum þar sem íbúðin var augljóslega í útleigu. Auk þess er einnig annað mál í skoðun eftir ábendingu.

Frá Skuggagörðum.
Frá Skuggagörðum. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK