6500 missa vinnuna vegna lækkunar olíuverðs

merki Shell
merki Shell

Shell olíufélagið ætlar að fækka starfsmönnum um 6500 í ár vegna lækkunar á olíuverði og vegna þess að útlit er fyrir að það takist að ljúka við yfirtöku á breska olíufélaginu BG.

Í tilkynningu frá Shell kemur fram að allt útlit sé fyrir að sú olíuverðlækkun sem einkennt hefur markaðinn undanfarið sé komin til að vera í einhver ár. Því verði brugðist við aðstæðum á markaði meðal annars með fækkun starfa. 

Fyrr á árinu var tilkynnt um yfirtöku Shell á breska keppinautnum BG og er yfirtakan metin á 47 milljarða punda, 9.833 milljarða króna. 

Í dag tilkynnti einnig annað orkufyrirtæki, breska fyrirtækið Centrica, frá því að fyrirtækið myndi fækka starfsmönnum um 4 þúsund og unnið væri að endurskipulagningu rekstrar. 

Olíuverð hefur lækkað mjög í verði frá því júní í fyrra og kostar tunnan af hráolíu um 50 bandaríkjadali um þessar mundir. Helsta skýringin er offramboð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK