Bandarískur viðskiptajöfur látinn

Jerome Kohlberg Jr.
Jerome Kohlberg Jr.

Jerome Kohlberg Jr., stofnandi fjárfestingafélagsins Kohlberg Kravis Roberts & Co, lést á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum á fimmtudaginn, níutíu ára að aldri.

Fyrrum samstarfsmenn hans hjá KKR staðfestu fregnirnar í dag. Sonur hans James sagði við New York Times að Kohlberg hefði látist af völdum krabbameins.

Kohlberg hóf ungur að árum störf hjá fjárfestingabankanum Bear Stearns & Co. Tuttugu árum síðar, eða árið 1976, stofnaði hann sitt eigið fjárfestingafélag, KKR, í slagtogi með Henry Kravis og George Roberts.

Félagið er þekkt fyrir að hafa tekið yfir tóbaksfyrirtækið RJ Reynolds Nabisco, en yfirtökunni er lýst ítarlega í bókinni „Barbarians at the Gate: the Fall of RJR Nabisco“ en bókin fór sigurför um allan heiminn.

Kohlberg hætti störfum hjá KKR árið 1987, eftir að hafa lent upp á kant við meðeigendur sína, og stofnaði annað félag, Kohlberg & Company.

Hann fæddist þann 10. júlí árið 1925 í New York og var um skeið hermaður í bandaríska hernum, áður en hann útskrifaðist frá Harvard Business School og Columbia Law School.

Frétt Wall Street Journal

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK