Forstjóri Mt. Gox handtekinn

AFP

Mark Karpeles, forstjóri japanska bitcoin-miðlarans Mt. Gox, hefur verið handtekinn í landinu. Honum er gefið að sök að hafa falsað upplýsingar um hversu margar bitcoin-einingar voru til staðar í miðlunarkerfi félagsins og blekkt þannig viðskiptavini Mt. Gox.

Það vakti mikla athygli þegar Mt. Gox, sem var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra, fór á hliðina eftir að bitcoin-einingar að jafnvirði um fimmtíu milljarða króna hurfu úr miðlunarkerfinu. 

Stuttu síðar kvaðst félagið hafa fundið 200 þúsund „gleymdar“ bitcoin-einingar í rafrænu „veski“ sem stjórnendur þess sögðust hafa ranglega talið að væri tómt.

Karpeles, sem er franskur ríkisborgari, er ekki grunaður um sjálfan þjófnaðinn. Hann hefur neitað sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK