Halla ráðin fréttaritari á Vesturlandi

Halla verður með aðsetur á Ísafirði.
Halla verður með aðsetur á Ísafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í vor auglýsti RÚV eftir frétta- og dagskrárgerðarfólki um allt land en nú hefur Halla Ólafsdóttir verið ráðin fyrir Vesturland og Vestfirði, með aðsetur á Ísafirði.  Halla er 29 ára gamall mannfræðingur með áherslu á sjónræna miðlun og hefur talsverða reynslu af heimildamyndagerð.

Vestfirski fréttamiðillinn bb.is greinir frá þessu.

Halla starfar nú í Hvannalinum þar sem hún lítur eftir mannvirkjaleifum Fjalla Eyvinds og Höllu en í hast flytur hún vestur og hefur störf frá RÚV. 

Í frétt bb.is er vísað til þess að starfsemi RÚV á landsbyggðinni hafi nokkrum sinnum verið skorin niður undanfarin ár. Hætt var að senda út frá Ísafirði árið 2008 og svæðisútvarp Austurlands var lagt niður í ársbyrjun 2010. Nú stendur hins vegar til að auka áherslu á fréttaflutning og dagskrárgerð af landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK