Bestu og verstu kaupin í Costco

Í sumum tilvikum er mjög hagstætt að kaupa meira magn á lægra verði. Í öðrum tilvikum borgar það sig einfaldlega ekki. Verslun Costco verður opnuð í Garðabæ á næsta ári en þar er lögð áhersla á sparnað með svokölluðum magnkaupum. 

CBS hefur tekið saman lista yfir bestu og verstu kaupin í Costco með hjálp Stephanie Nelson, sem er þekkt sem „Coupon Mom“ eða „afsláttarmiða-mamman“ í Bandaríkjunum.

Bestu kaupin

1. Mjólkurvörur

Verð á mjólkurvörum getur verið um 30 prósentum lægra en í öðrum stórmörkuðum. Þrátt fyrir að um stórar umbúðir sé að ræða bendir afsláttarmamman á að kaupin geti verið góð fyrir minni fjölskyldur. Gott sparnaðarráð er t.d. að setja rifinn ost eða smjör í frysti.

2. Gjafakort

Í Bandaríkjunum selur Costco gjafakort á veitingastaði og í verslanir fyrir lágar upphæðir. Ekki liggur fyrir hvort gjafakort sem þessi verði einnig í sölu á Íslandi. Bent er á að t.d. sé hægt að fá tvö 50 dollara gjafakort á 79 dollara.

Mbl.is/Brynjar Gauti

3. Lífrænt

Frá og með júní sl. varð Costco stærsti söluaðili lífrænt ræktaðra vara í Bandaríkjunum. Whole Foods sat áður í fyrsta sæti. Í umfjöllun CBS er bent á að kílóverðið á t.d. ávöxtum og grænmeti sé lægra en hjá samkeppnisaðilum. Þá er fólki bent á að deila magninu og kostnaðinum með einhverjum öðrum ef það er of mikið.

chanel.com

4. Gleraugu

Bent er á rannsókn neytendasamtaka í Bandaríkjunum sem sýndi að viðskiptavinir eyddu að meðaltali 186 dollurum í gleraugu í Costco en um 300 dollurum í öðrum verslunum.

5. Bökunarvörur

„Þú ert kannski ekki með geymslupláss fyrir 10 kg hveitipoka en þú getur sparað virkilega mikið með kaupum á öðrum vörum, s.s. vanilludropum, súkkulaðibitum og geri,“ segir afsláttarmamman og bendir á að gerið sé allt að 80 prósent ódýrara í Costco en annars staðar.

Skjáskot af heimasíðu Costco

6. Léttvín

Bent er á Kirkland vínið sem Costco lætur framleiða fyrir sig og selur í verslunum sínum. Ljóst er að viðskiptavinir á Íslandi geta þó ekki sparað í vínkaupum í Costco þar sem bannað er að selja áfengi í matvöruverslunum. 

7. Kjöt

Afsláttarmamman bendir á að kjötið sé ekki einungis ódýrara en annars staðar heldur séu gæðin einnig góð. Hún bendir minni fjölskyldum á að fylla frystinn til þess að spara.

AFP

8. Bensín

Bensínverð í Costco er alltaf undir meðalverði á markaði segir í frétt CBS. Líkt og áður hefur komið fram hyggst fyrirtækið reisa bensínstöð við verslunina í Garðabæ.

Rósa Braga

9. Bakarísmatur og aðrir tilbúnir réttir

Í Costco er hægt að kaupa mjög stórar pítsur á sama verði og minni pítsur í öðrum verslunum auk þess sem stórir pokar af bakarísvörum eru taldir sniðugir fyrir veislur og kaffiboð.

10. Pylsa og gos

Í grein CBS er bent á að pylsa og gos kosti 1,5 dollara, eða sem jafngildir um 200 íslenskum krónum. Verðið hefur ekki verið hækkað í mörg ár. Ekki liggur fyrir hvort pylsulúga verði í versluninni í Garðabæ.

Verstu kaupin:

1. Hreinlætisvörur

Afsláttarmamman mælir ekki með að kaupa tannbursta, tannkrem eða sjampó í miklu magni. Þetta á þó líklega síður við á Íslandi þar sem hún mælir heldur með að nota afsláttarmiða, sem eru mikið notaðir í Bandaríkjunum, til þess að kaupa minni umbúðir annars staðar.

2. Bleyjur

Ekki er mælt með að kaupa bleyjur í miklu magni þar sem barnið gæti stækkað upp úr stærðinni áður en birgðirnar klárast.

3. Þurrmatur

Ekki er mælt með að kaupa morgunkorn eða aðrar þurrvörur í stórum pakkningum þar sem vörurnar eru oft seldar í öðrum verslunum í Bandaríkjunum með miklum afslætti. 

AFP

4. Þvottaefni

Í grein CBS segir að það fari að draga úr gæðum þvottaefnis eftir að umbúðirnar hafa staðið opnar í sex mánuði. Afsláttarmamman mælir því ekki með mjög stórum umbúðum.

mbl.is/Styrmir Kári

5. Bækur og DVD

Bent er á að bókum og DVD-diskum sé oft raðað upp við afgreiðslukassa til þess að fá viðskiptavini til þess að kaupa vörurnar án mikillar umhugsunar þegar þeir standa í röð. Í grein CBS segir að þessar vörur séu ekkert ódýrari í Costco en annars staðar.

6. Dömubindi og túrtappar

Í greininni er bent á að þessar vörur séu dýrari í Costco en annars staðar. Þá segir að viðskiptavinir láti oft blekkjast þar sem umbúðirnar séu stórar en í reynd sé varan allt að 50 prósent dýrari en annars staðar.

7. Merkjavörur

Fatahönnuðir hanna stundum sérstakar ódýrari fatalínur í samstarfi við Costco. Afsláttarmamman varar við þessu og segir gæðin mun verri.

8. Meðlæti

Ekki er mælt með að kaupa meðlæti á borð við sósur þar sem varan rennur oft út eftir um hálft ár. Því lendi viðskiptavinir oft í því að henda afganginum.

Jim Smart

9. Snakk

Af sömu ástæðum og í áttunda lið er ekki mælt með magnkaupum á snakki. Það rennur fljótlega út og því er enginn sparnaður fólginn í magnkaupum.

10. Pappírsvörur

Klósett- og eldhúspappír, hreinsiklútar og aðrar pappírsvörur. Afsláttarmamman segir að hagstæðara sé að kaupa þessar vörur í öðrum verslunum s.s. Walmart og Target. Ekki liggur fyrir hvernig samanburðurinn verður á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK