Græddi 368 milljónir í morgun

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hefur selt 212 milljóna króna hlutinn sem hann keypti í Össuri í morgun.

Hlutinn seldi hann á mun hærra gengi og græddi því stóra summu á mjög stuttum tíma.

Líkt og fram kom í fyrri frétt mbl keypti Jón hlutinn samkvæmt kaupréttasamningi á genginu 8,55 dansk­ar krón­ur á hlut, eða sem jafngildir 169,5 ís­lensk­um krón­um. Heild­ar­upp­hæðin nam því tæp­um 212 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur hins vegar fram að Jón seldi hlutinn skömmu síðar á genginu 23,5 danskar krónur á hlut, eða sem jafngildir 464,57 íslenskum krónum.

Samkvæmt því nemur heildarupphæðin við söluna rúmum 580 milljónum króna. Ljóst er því að Jón græddi um 368 milljónir á einungis nokkrum mínútum. 

Jón átti kaupréttinn samkvæmt samningi frá árinu 2012.

Frétt mbl.is: Keypti 212 milljón hlut í Össuri

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK