Hlutabréfaviðskipti jukust um 79% milli ára

Frá Kauphöllinni
Frá Kauphöllinni mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Heildarviðskipti með hlutabréf í júlímánuði námu tæpum 25 milljörðum króna en það jafngildir rúmum milljarði á dag. Það er töluverð lækkun frá fyrri mánuði, eða um 22 prósent. Hækkunin er þó mikil milli ára, eða 79 prósent.

Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group, eða sem námu 4.743 milljónum. Á eftir kemur Mare með 4.349 milljóna króna viðskipti, þá Reitir fasteignafélag með viðskipti sem námu 2.507 milljónum króna. Í fjórða sæti var N1 með 2.421 milljóna króna viðskipti og Eik fasteignafélag í því fimmta með 1.473 milljóna króna viðskipti.

Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 4,3 prósent á milli mánaða og stendur nú í 1.542 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina, eða 26,4 prósent. Landsbankinn var með 25,5 prósent og MP banki með 17,4 prósent.

Í lok júlí voru hlutabréf nítján félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi.  Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 899 milljörðum króna samanborið við 864 milljarða í júní. 

Stóraukin skuldabréfaviðskipti

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 152 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 6,6 milljarða veltu á dag. Þetta er 23 prósent lækkun frá fyrri mánuði en 244 prósent hækkun frá fyrra ári.

Á skuldabréfamarkaði var MP banki með mestu hlutdeildina, eða 24,5 prósent, Landsbankinn með 20,7 prósent og Arion banki með 20,5 prósent.

Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um þrjú prósent í júlí og stendur í  1.158 stigum.  Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 2,3 prósent og sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 2,9 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK