Keypti 212 milljóna króna hlut í Össuri

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, keypti í morgun 1.250.000 hluti í Össuri hf. Verð á hlut var 8,55 danskar krónur, eða 169,5 íslenskar krónur. Heildarupphæðin nemur því tæpum 212 milljónum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag.

Jón keypti einnig hluti fyrir 35 milljónir króna í febrúar sl. en líkt og fram kom í frétt mbl um kaupin átti hann þá ennþá kauprétt á allt að 1.250.000 hlutum samkvæmt samningi frá árinu 2012.

Jón keypti bréfin í dag á mun hagstæðara gengi en áður en þá var hver hlutur seldur á genginu 21,31 dönsk króna. Líkt og að framan segir fékk Jón hvern hlut á 8,55 danskar krónur í dag.

Í tilkynningu um kaupin í dag kemur fram að Jón eigi kauprétt að 625 þúsund hlutum til viðbótar.

Eftir kaupin á Jón alls 1.789.806 hluti í Össuri, sem er að verðmæti um 303 milljóna króna miðað við sama gengi.

Frétt mbl.is: Kaupir fyrir 35 milljónir í Össuri

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK