Mistókst að selja Telekom

Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu.
Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu. AFP

Einkavæðing á slóvenska fjarskiptafélaginu Telekom misheppnaðist eftir að eini tilboðsgjafinn, breski fjárfestingasjóðurinn Cinven, ákvað að draga tilboð sitt til baka. Þetta kom fram í slóvenskum fjölmiðlum í dag.

Cinven var eini sjóðurinn sem lagði fram tilboð í 72,75 prósenta hlut ríkisins í Telekom. Forvarsmenn sjóðsins sögðu að fjárfestingin væri ekki raunhæf á þessum tímapunkti vegna aukins kostnaðar, pólitíska ástandsins og stöðu efnahagsmála í landinu.

Stjórnvöld í Slóveníu ákváðu í fyrra að selja eignarhluti sína í fimmtán ríkisfyrirtækjum, þar á meðal Telekom, með það að markmiði að grynnka á skuldum ríkisins. Skuldirnar hafa þrefaldast frá því árið 2008.

Ríkisstjórn Miro Cerars, forsætisráðherra landsins, samþykkti að selja hlutinn í Telekom í júní síðastliðnum, þrátt fyrir mikil mótmæli stjórnarandstöðunnar, eftir því sem fram kemur í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK