Útflutningur aukist um 25%

Inn- og útflutningur hefur aukist umtalsvert á árinu.
Inn- og útflutningur hefur aukist umtalsvert á árinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Innflutningur hefur aukist um 23% á milli ára á föstu gengi og útflutningur um 25%. Á fyrstu sex mánuðum ársins var vöruskiptahallinn 5,9 milljarðar króna á föstu gengi, samanborið við 10,6 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. 

Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Þar kemur fram að sjávarafurðir og ál standi að langmestu leyti undir vöruútflutningi og að útflutningsverðmæti hvors um sig hafi aukist umtalsvert á milli ára. Verðmæti sjávarafurða hefur aukist um 26%, sem er að mestu leyti hægt að þakka hærra verði sjávarafurða. Þó hefur útflutningur þeirra í tonnum talilð einnig aukist um tæplega nítján þúsund. Betri loðnuvertíð og hærri verð fyrir mjöl og lýsi hafa haft sérstaklega mikið að segja, en útflutningsverðmæti mjöls og lýsis hefur aukist um tólf milljarða króna á milli ára.

Þá hefur útflutningsverðmæti áls aukist enn meira en verðmæti sjávarafurða, eða um 46%, sem jafngildir rúmlega fjörutíu milljörðum króna.

„Samt hefur heimsmarkaðsverð áls á fyrri helmingi ársins verið að meðaltali svipað og á sama tíma í fyrra og útflutt magn áls aðeins aukist um 6% milli ára. Líklegt er að styrking bandaríkjadollars hafi aukið útflutningsverðmæti áls í krónum talið, en krónan hefur á árinu verið að jafnaði 18% veikari gagnvart dollarnum heldur en í fyrra. Það dugir þó ekki til að útskýra 38% hækkun á útflutningsverði,“ segir greiningardeildin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK