Innvigtun mjólkur 2.847.000 lítrar

LK segir bændur hafa náð miklum árangri í að svara …
LK segir bændur hafa náð miklum árangri í að svara kalli um aukna framleiðslu mjólkur. mbl.is/Atli Vigfússon

Framleiðsla á mjólk í liðinni viku var um 15 prósent meiri en á sama tíma fyrir ári og ríflega fjórðungi meiri en árið 2013. Var innvigtun mjólkur 2.847.000 lítrar að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda.

Þar segir að af tölunum megi ráða að bændur hafi náð miklum árangri í að svara kalli um aukna framleiðslu mjólkur.

„Samkvæmt þessu eru horfur á því að framleiðsla yfirstandandi árs verði meiri en greiðslumark ársins, sem er 140 milljónir lítra. Sú ákvörðun greiðslumarksins byggði á spá um 3,5 prósent söluaukningu á fitugrunni frá fyrra ári, auk nauðsynlegrar uppbyggingar á birgðum mjólkurvara, sem verið höfðu í algeru lágmarki,“ segir á vef LK.

Þar er jafnframt vísað í bréf Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði til bænda þar sem fram kom að birgðir mjólkurafurða í árslok 2014 voru óeðlilega litlar og að og 4 milljónir lítra af greiðslumarki ársins 2015 voru áætlaðar til birgðaaukningar, en sala mjólkurafurða árið 2015 var áætluð 136 milljónir lítra. Í bréfinu sagði að hægt hafi á söluaukningu og að með aukinni framleiðslu hafi nú náðst jafnvægi á milli framleiðslu, sölu og birgða mjólkurafurða í landinu.

Í því ljósi segir að allar líkur séu á að tillaga SAM um greiðslumark ársins 2016 muni fela í sér lækkun frá yfirstandandi ári.

Afurðastöðvar hafa lýst því yfir að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk, út árið 2016. Mikilvægt er að sá vaxandi þróttur sem náðst hefur í mjólkurframleiðslu hérlendis, verði nýttur til aukinnar markaðssóknar, innanlands sem utan,“ segir á vef LK.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK