700 milljóna gjaldþrot KFS

KFS þjónustaði Iceland Express, systurfélagið Astraeus Airlines og WOW air.
KFS þjónustaði Iceland Express, systurfélagið Astraeus Airlines og WOW air. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Gjaldþrotaskiptum á félaginu Keflavík Flight Services ehf. er lokið en kröfurnar námu um 709 milljónum króna. KFS var áður þjónustuaðili Iceland Express og WOW á Keflavíkurflugvelli.

Að sögn Brynjars Níelssonar, skiptastjóra búsins, var Landsbankinn stærsti kröfuhafinn. Félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 18. júlí 2012 en skiptum var lokið hinn 25 júní sl.

KFS þjónustaði Iceland Express og systurfélagið Astraeus Airlines, sem bæði voru í eigu Pálma Haraldssonar, frá 1. júní 2011 þar til í nóvember 2011, þegar Astraeus varð gjaldþrota. Eftir gjaldþrotið var KFS tilkynnt að þeir myndu ekki þjónusta Iceland Express lengur. 

Flugfélagið hafði þá gert samning við tékkneska flugfélagið CSA Holidays, sem var með samning við flugþjónustuna IGS, dótturfélag Icelandair. Í kjölfarið þurfti KFS að segja upp 30 starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli.

Síðar þjónustaði KFS WOW Air.

Iceland Express með gjaldþrotaskiptakröfu

Í samtali við Viðskiptablaðið á árinu 2012 sagði Hilmar Hilmarsson, eigandi KFS, að Iceland Express hefði hætt að greiða reikninga vegna þjónustu KFS í ágúst 2011. Eftir að KFS setti reikningana í innheimtu í desember 2011 sagði Hilmar að Iceland Express hafi byrjað að senda KFS ýmis konar gagnkröfur, sem hann sagði enga stoð vera fyrir.

Samkvæmt gjaldþrotaskiptakröfu sem Viðskiptablaðið hafði undir höndum fór Iceland Express fram á kröfum að fjárhæð rúmlega 154 þúsund breskra punda og rúmlega 27 milljónum króna yrði lýst við skipti þrotabús KFS. 

Þegar WOW Air hóf störf var félagið með þjónustusamning við KFS en líkt og fram kom árið 2012 sökuðu bæði WOW og KFS flugfélagið Iceland Express um viðskiptanjósnir með því að hafa hlerað tetrarás KFS til þess að afla upplýsinga um farþegatölur og annað sem sneri að starfsemi WOW Air. Upplýsingar áttu síðan að hafa verið sendar beint til Pálma Haraldssonar. Iceland Express neitaði ásökunum.

KFS þjónustaði Iceland Express og Astraeus systurfélag þess.
KFS þjónustaði Iceland Express og Astraeus systurfélag þess. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK