Ótakmarkað fæðingarorlof hjá Netflix

Höfuðstöðvar Netflix í Kaliforníu.
Höfuðstöðvar Netflix í Kaliforníu. AFP

Netflix kynnti í gær breytt fyrirkomulag á fæðingarorlofi starfsmanna. Nýir foreldrar mega taka sér eins mikið frí og þeir vilja á fyrsta ári barnsins. Á fullum launum. Þá mega þeir einnig koma og fara úr vinnu eins og þeim sýnist á sama tíma.

„Reynslan sýnir að starfsfólk stendur sig almennt betur þegar það er ekki með áhyggjur af heimilinu,“ sagði í tilkynningu frá mannauðsstjóra Netflix, Tawni Cranz. 

Samkvæmt alríkislögum í Bandaríkjunum eiga foreldrar sem starfa í fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn a.m.k. rétt á 12 vikna fæðingarorlofi. Það þarf hins vegar ekki að vera á fullum launum.

Fleiri tæknifyrirtæki en Netflix hafa boðið starfsmönnum að lengra orlof og starfsmenn Facebook mega t.d. taka fjögurra mánaða frí og starfsmenn Apple fá 14 vikna frí. 

Í frétt CNN Money er bent á að lenging fæðingarorlofsins hafi reynst fyrirtækjunum vel. Eftir að Google lengdi fríið úr 12 vikum í 18 vikur drógust uppsagnir nýbakaðra mæðra hjá fyrirtækinu saman um helming.

Frétt Fortune.

Nýbakaðir foreldrar hjá Netflix mega taka sér eins mikið frí …
Nýbakaðir foreldrar hjá Netflix mega taka sér eins mikið frí og þeim sýnist á fyrsta ári barnsins. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK