Síminn hagnast um 1,3 milljarða

Verslun og skrifstofur símans
Verslun og skrifstofur símans Sigurgeir Sigurðsson

Hagnaður Símans á fyrri helmingi ársins nam 1,3 milljörðum króna eftir skatta, en tekjur voru 14,6 milljarðar á tímabilinu og drógust saman um 4,4% frá sama tíma í fyrra. Munar þar mest um tekjur Símans í Danmörku sem voru að hluta inni í tölum fyrra árs en fyrirtækið var selt í fyrra. Hagnaður tímabilsins var sá sami og á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hafi numið rétt rúmum 4,0 milljörðum króna, en á sama tíma í fyrra var rekstrarhagnaðurinn tæplega 4 milljarðar. EBITDA hlutfallið hækkaði í 27,5%, en það var 26,2% á fyrri hluta síðasta árs.

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 4,1 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 4,0 milljarða á fyrstu 6 mánuðum fyrra árs. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,3 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða á fyrstu 6 mánuðum 2014. Vaxtaberandi skuldir námu 24,8 milljörðum við lok tímabils en voru 26,1 milljarður 30. júní 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,8 milljarðar króna og lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 50,7% og eigið fé er 31,2 milljarðar króna.

„Við erum sátt við afkomuna á fyrri hluta ársins. Kostnaðurinn lækkar milli ára en tekjurnar dragast lítillega saman. Það er mikil samkeppni á fjarskiptamarkaðnum og viðskiptavinir fylgjast vel með þeim nýjungum sem í boði eru,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra félagsins í tilkynningunni, en hann segir viðskiptavinum fyrirtækisins í farsíma og sjónvarpi hafa fjölgað á tímabilinu.

Segir Orri að stefnt sé á skráningu fyrirtækisins á næstunni. „Vinna við skráningu félagsins í kauphöll gengur vel og við gerum ráð fyrir því að Síminn verði skráður á fjórða ársfjórðungi. Það eru því viðburðaríkir tímar framundan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK