Hagnaður Samherja 11,2 milljarðar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/Ómar

Hagnaður Samherja og dótturfélags nam 11,2 milljörðum króna á síðasta ári. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 16,4 milljörðum króna samanborið við 25,4 milljarða árið á undan en það ár nam söluhagnaður 8,1 milljarði króna.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Samherja að afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra hafi því verið mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna sem fyrr segir. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga voru rúmir 78 milljarðar króna á síðasta ári.

Eignir samstæðunnar í lok síðasta árs námu samkvæmt efnahagsreikningi samtals 116,2 milljörðum króna. Heildarskuldir og skuldbindingar á sama tíma voru 40,8 milljarðar og bókfært eigið fé 75,3 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 64,8% í árslok. Veltufjármunir námu 36,7 milljörðum króna og peningalegar eignir umfram skuldir 4,2 milljörðum króna.

Fréttatilkynning Samherja

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK