Eimskip hættir við skip frá Kína

Fyrra gámaskipið, Lagarfoss, kom til landsins í ágúst í fyrra.
Fyrra gámaskipið, Lagarfoss, kom til landsins í ágúst í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Eimskip hefur hætt við kaup á gámaskipi frá Kína, en smíði þess hefur ekki gengið vel og fyrirséð var að frekari tafir voru framundan á afhendingu þess. Um er að ræða seinna skipið af tveimur sem Eimskip pantaði árið 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Fyrra skipið Lagarfoss var afhent félaginu í júní á síðasta ári og hefur það reynst mjög vel í rekstri félagsins. Smíði á seinna skipinu hefur ekki gengið  samkvæmt áætlun og ljóst er að frekari tafa er að vænta. Félagið hefur nú ákveðið að nýta sér rétt sinn í samningnum við skipasmíðastöðina og hætta við smíðina. Eins og kveðið er á í samningum mun Eimskip krefjast endurgreiðslu á 13.1 milljón USD (auk vaxta) sem félagið hefur lagt út vegna smíðinnar og er sú fjárhæð tryggð með bankaábyrgð.

Þá segir að Eimskip muni í framhaldinu skoða aðra möguleika í fjárfestingu á sambærilegu skipi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK