Kvartar sáran yfir ríkidæminu

Markus Persson.
Markus Persson. Skjáskot af Youtube

Skapari tölvuleiksins Minecraft hefur vakið undrun margra með því að kvarta undan því að vera ríkur. Hann segir að ríkidæmið hafi gert hann einmana og sneytt hann sköpunargáfunni.

 Markus Persson er milljarðamæringur. Að undanförnu hefur hann ítrekað birt færslur á Twitter þar sem hann fjallar um hinn forna sannleik að peningar geti ekki skapað hamingju.

„Vandinn við að geta eignast allt er að þá hefurðu enga ástæðu til að reyna, og mannleg samskipti verða ómöguleg vegna ójafnvægis,“ skrifaði hann m.a. 

Í annarri færslu sagðist hann aldrei hafa verið einangraðri en þegar að hann var í partíi með vinum og frægu fólki á Ibiza. 

Hann kvartar einnig yfir því að þurfa að bíða eftir að vinir hans klári vinnudaginn. Á meðan sitji hann og horfi á eigin spegilmynd í tölvuskjánum. 

<blockquote class="twitter-tweet">

In sweden, I will sit around and wait for my friends with jobs and families to have time to do shit, watching my reflection in the monitor.

— Markus Persson (@notch) <a href="https://twitter.com/notch/status/637563226755067904">August 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Er fjölmiðlar fóru að fjalla um færslur hans skrifaði hann afsökunarbeiðni til þeirra sem eiga við raunverulega vandamál að stríða. „Mér þykir leitt að væl í nýríkum forritara fái meiri athygli en ykkar. Ekki gefast upp.“

<blockquote class="twitter-tweet">

To people out there with real problems: I'm sorry the whining of a newly wealthy programmer gets more attention than yours. Stay strong.

— Markus Persson (@notch) <a href="https://twitter.com/notch/status/638441542005444609">August 31, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Leikurinn Minecraft nýtur gríðarlegra vinsælda og hefur honum verið halað niður meira en 100 milljón sinnum í PC tölvur frá því að hann kom út árið 2009. Einnig er hægt að fá leikinn í snjalltæki. Persson segist aldrei hafa hugsað út í það að leikurinn yrði vinsæll.

Fyrir ári seldi Persson fyrirtæki sitt, Mojang, til Microsoft fyrir 2,5 milljarða bandaríkjadala. Tveimur mánuðum síðar bauð hann hærra en ofurparið Beyonce og Jay Z í lúxusvillu í Beverly Hills.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK