Borðum 10 súkkulaðismjörfíla á ári

Íslendingar eru, líkt og margir aðrir, sólgnir í súkkulaðismjör.
Íslendingar eru, líkt og margir aðrir, sólgnir í súkkulaðismjör.

Íslendingar virðast nokkuð sólgnir í súkkulaðismjör ef marka má markaðsrannsókn Nóa Síríus þar sem fram kemur að árleg neysla nemi um fjörtíu tonnum. Það jafngildir um tíu meðalstórum fílum gerðum úr súkkulaðismjöri. Rannsóknin var gerð áður en sælgætisverksmiðjan hóf framleiðslu á sinni eigin tegund sem landinn hefur tekið fagnandi.

Nói Síríus setti Nizza súkkulaðismjörið á markað á síðasta ári og það hefur hlotið virkilega góðar viðtökur að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.

Fimm kg fötur á markað

Fram að þessu hefur smjörið verið fáanlegt í 350 gramma krukkum og tuttugu gramma dósum en Nói Sírius hóf á dögunum sölu á fimm kílógramma fötum fyrir stórnotendur. Kristján segist ekki hafa fengið fyrirspurnir um föturnar frá almennum neytendum en föturnar eru hugsaðar fyrir matvælafyrirtæki líkt og t.d. bakarí og ísbúðir sem nota súkkulaðismjörið töluvert í ýmsa rétti. Að sögn Kristjáns var það mikil eftirspurn sem ýtti fyrirtækinu út í framleiðslu á smjörinu í stærri umbúðum.

Sáttir með sína stöðu

Nutella súkkulaðismjörið þekkja margir en það hefur verið selt á Íslandi um árabil. Aðspurður um markaðshlutdeild Nóa Síríus gagnvart samkeppnisaðilum segir Kristján að fyrirtækið hafi ekki skoðað það sérstaklega. „Þeir eru leiðandi og heimsþekkt vörumerki en við erum sátt við okkar stöðu,“ segir Kristján.

Aðspurður hvort súkkulaðismjörið verði þróað eitthvað frekar hjá fyrirtækinu segir Kristján að Nói Síríus sé sífellt að huga að vöruþróun en hins vegar er ekki von á slíkum nýjungum á markað á næstu misserum. 

Kristján segir fyrirtækið hafa náð góðum árangri í útflutningi undanfarið og vísar til þess að mikil eftirspurn sé í Bandaríkjunum en líkt og mbl hefur áður fjallað er Nóa Kons­um 70% súkkulaðið er það mest selda í versl­un­um Whole Foods á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna.

Stórir samkeppnisaðilar

Nói Síríus hyggur þó enn ekki á útrás með súkkulaðismjörið en Kristján segir fyrirtækið einungis velja þær vörur sem þeir telja að geti átt erindi á erlenda markaði auk þess sem það þurfi að vera hægt að standa undir framleiðslunni í magni. 

„Hérna náum við þessum árangri vegna þess að Nizza er þekkt vörumerki en ef við ætlum að fara með þetta út þurfti að setja í það gríðarlega fjármuni þar sem við værum að keppa við stóra aðila á markaðnum,“ segir Kristján.

Nizza súkkulaðismjör kom á markað á síðasta ári.
Nizza súkkulaðismjör kom á markað á síðasta ári.
Smjörið er nú fáanlegt í 5 kg fötum fyrir stórnotendur.
Smjörið er nú fáanlegt í 5 kg fötum fyrir stórnotendur.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK