Hlutdeild HB Granda minnkar

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Þórður

Hlutur HB Granda í heildarveiðiheimildum dregst saman milli ára en samkvæmt úthlutun Fiskistofu fyrir fiskveiðiárið 2015/16 koma alls rúmlega 38.661 þorskígildistonn í hlut skipa HB Granda eða 10,12 prósent af heildarúthlutuninni.

Þetta er heldur lægra hlutfall en fiskveiðiárið á undan en þá voru þorskígildistonnin 40.125 og hlutdeildin í heildarkvótanum var á 10,67 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að þessu sinni eykst þorskvótinn mest eða um 909 tonn á milli ára. Ýsukvótinn eykst einnig en samdráttur er í kvóta á ufsa, grálúðu og íslenskri sumargotssíld.

Vert er að taka fram að umrædd úthlutun tekur aðeins til botnfisks og íslenskrar sumargotssíldar sem úthlutað er innan fiskveiðiársins. Kvótum í deilistofnum, s.s. norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna, loðnu og úthafskarfa er úthlutað sérstaklega og hið sama á við um veiðiheimildir á þorski í Barentshafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK