ÍLS fækkar framkvæmdastjórum

Íbúðalánasjóður ætlar að hagræða í rekstri.
Íbúðalánasjóður ætlar að hagræða í rekstri. mbl.is/Golli

Íbúðalánasjóður ætlar að ráðast í hagræðingaraðgerðir og verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað úr sex í fjóra. Nýtt skipurit var samþykkt á stjórnarfundi sjóðsins í dag en það miðar að því að aðlaga reksturinn frekar að kjarnastarfsemi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍLS en með kjarnastarfsemi er átt við að veita þjónustu veita  þjónustu í almannaþágu með húsnæðislánveitingum til almennings um allt land.

Samhliða verður sölu eigna haldið áfram um leið og dregið verður úr þeim hluta starfseminnar sem tengdist úrlausn skuldamála í kjölfar bankahrunsins, en þeirri vinnu er nú að mestu lokið.

Sér fyrir endann á verkefnum tengdum hruninu

„Undanfarin misseri hefur Íbúðalánasjóður lagt í mikinn kostnað og mannafla við þau skuldaúrræði sem ráðist var í af stjórnvöldum til þess að takast á við afleiðingar bankahrunsins. Nú sér fyrir endann á þeim verkefnum og því eðlilegt að Íbúðalánasjóður aðlagi starfsemi sína að þeirri staðreynd,“ er haft eftir Hermanni Jónassyni, forstjóra Íbúðalánasjóðs.

„Náðst hefur mjög góður árangur í endurskipulagningu á lánasafni sjóðsins, innviðir sjóðsins hafa verið styrktir og áhættustýring bætt til samræmis við lög um fjármálafyrirtæki,“ er haft eftir Hermanni.

Fjögur meginsvið eftir breytingar

Eftir skipulagsbreytingarnar skiptist starfsemi Íbúðalánasjóðs í fjögur meginsvið: viðskiptasvið, útlánasvið, fjármálasvið og rekstrarsvið. Verkefni eignasviðs og upplýsingatæknisviðs verða felld undir nýtt svið sem nefnist rekstrarsvið og verkefni lögfræðisviðs færast beint undir forstjóra.

Skipulagsbreytingarnar eru liður í stefnumótunarvinnu stjórnar í framhaldi af skilum verkefnastjórnar velferðaráðherra á skýrslu um framtíðarskipan húsnæðismála síðasta vor.

Í tilkynningu segir að stefnumótunin feli í sér áherslu á einfaldari rekstur, aukna áherslu á kjarnastarfsemi sjóðsins, markvissar aðgerðir til lausnar á fjármögnun skuldbindinga sjóðsins og jafnvægi í lánastarfsemi og fjármögnum sjóðsins

„Stjórn sjóðsins lítur svo á að með áðurnefndum skipulagsbreytingum verði Íbúðalánasjóður betur í stakk búinn til þess að sinna lögbundnu hlutverki sínu á húsnæðislánamarkaði: að veita þjónustu í almannaþágu, að stuðla að húsnæðisöryggi með sanngjörnum lánakjörum óháð stöðu eða búsetu og stuðla þannig að stöðugleika á íslenskum húsnæðismarkaði,“ segir í tilkynningu.

Hermann Jónasson.
Hermann Jónasson.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK