Vill losna við allar franskar eignir

Gerard Depardieu
Gerard Depardieu AFP

Leikarinn Gerard Depardieu sem flúði í skattaskjól til Belgíu fyrir nokkrum árum íhugar að selja allar eignir sínar í Frakklandi. „Mig langar ekki að tilheyra þessu landi lengur,“ var haft eftir honum í viðtali á föstudaginn.

Depardieu flutti til Belgíu árið 2012 til þess að flýja 75 prósent auðlegðarskatt og fékk síðar rússneskan ríkisborgararétt. Síðan hefur hann reglulega hneykslað fyrrum samlanda sína í Frakklandi.

„Skattyfirvöld gera mig reiðan,“ sagði hann í viðatali við TV Magazine. „Ég held ég ætli að selja allt sem ég á í Frakklandi. Mig langar ekki að tilkeyra þessu landi lengur, jafnvel þótt ég kunni vel við Frakka. Það er fyrir utan blaðamennina sem eru á launaskrá hjá ríkisstjórninni,“ er haft eftir honum.

Í frétt Business Insider kemur fram að Depardieu eigi vínekrur í Frakklandi auk þess sem hann hefur fjárfest í nokkrum veitingastöðum í París.

Aðspurður hvað hann ætli að selja segir Gerard Depardieu: „Allt“. Hann segist bæði vera ósammála skattastefnunni í Frakklandi og því hvernig skattpeningum er varið. 

Í viðtalinu segist hann í augnablikinu búa á Ítalíu en langar að flytja til Hvíta-Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK