Fjármálaráðgjöf frá Alba eða Buffet?

Jessica Alba
Jessica Alba AFP

„Hvort myndir þú velja Warren Buffet eða Jessicu Alba sem fjármálaráðgjafa?“ var spurning sem lögð var fyrir þátttakendur í nýlegri könnun. 

Svörin voru flokkuð eftir aldursbili svarenda og samkvæmt því vildu flestir, eða um helmingur, allra á þrítugs- og fertugsaldri þiggja ráðgjöf frá Buffet. Hins vegar sögðust einn af hverjum tíu vilja Jessicu Alba í verkið. Líkt og mbl hefur áður fjallað um hefur Alba að undanförnu sannað sig á sviði viðskipta en hún stofnaði fyrirtækið The Ho­nest Comp­any árið 2011 og er það í dag metið á einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem jafngildir um 127 milljörðum íslenskra króna.

Þá sögðust 32 prósent svarenda vilja ráðgjöf frá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey og fjögur prósent vildu ráðgjöf frá körfuboltamanninum LeBron James.

Fólk virðist hins vegar kjósa öruggari valkost eftir því sem það verður eldra, þar sem um 77 prósent allra á sjötugs- og sextugsaldri kusu Buffet. Aðeins eitt prósent valdi LeBron James.

Hér má skoða könnunina sem framkvæmd var á vegum Insured Retirement Institute and the Center for Generational Kinetics.

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK