Hneyksli í draumadeildunum

Í draumadeildum geta notendur stillt upp sínum eigin liðum og …
Í draumadeildum geta notendur stillt upp sínum eigin liðum og hjá mörgum vefsíðum veðjað á úrslit o.fl. AFP

Stórt hneykslismál skekur nú svokallaðar draumadeildir í Bandaríkjunum, en það eru vefsíður sem bjóða notendum að velji leikmenn í eigin lið og tefla þeim fram gegn öðrum slíkum liðum. Í þetta blandast svo oft hefðbundin veðmálastarfsemi, en hingað til hefur þessi geiri verið utan við regluverk í Bandaríkjunum um fjárhættuspil.

Vestanhafs hafa þessar deildir notið gífurlegra vinsælda og velta milljörðum dala árlega. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur á markaðinum, en það eru DraftKings og Fan duel. Nýlega komst upp um að starfsmaður fyrrnefnda fyrirtækisins hafði sent of snemma út upplýsingar um þriðju umferð NFL deildarinnar. Sömu viku vann hann 350 þúsund dali á heimasíðu Fan duel.

Í frétt New York Times um málið er haft eftir lögfræðingi að þetta sé á pari við að stunda ólögleg innherjaviðskipti þar sem upplýsingar sem hann komist yfir í starfi sínu geti nýst þegar hann veðjar á leiki hjá samkeppnisaðilanum. T.d. hafi starfsmaðurinn getað séð hvaða leikmenn fólk var almennt að veðja á o.s.frv.

Nýlega kynnti íslenska fyrirtækið Fanaments um samnefndan leik og veðmálastarfsemi sem það býður upp á í Evrópu. Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að mikill munur sé á starfsemi slíkra vefsíða í Bandaríkjunum og Evrópu. Fanaments horfir alfarið á evrópska markaðinn og Bragi segir að hér falli fyrirtæki í þessum geira undir evrópskar reglur um veðmálastarfsemi. Þannig séu gerðar ákveðnar kröfur og eftirlit sé með starfseminni.

Aðspurður hvort margir starfsmenn fyrirtækisins hafi upplýsingar eins og málið í Bandaríkjunum snýst um segir hann það mjög fáa starfsmenn og að þær séu flokkaðar sem trúnaðarupplýsingar.

Bragi segir talsverða umfjöllun hafa verið um þessi mál, sérstaklega í Bandaríkjunum. Segir hann að með þessu hafi líkur aukist að draumadeildir verði settar undir sama regluverk og önnur veðmálastarfsemi, en að áhrifin í Evrópu séu í raun engin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK