Stjórnstöð ferðamála stofnuð

Ragnheiður Elín Árnadóttir greindi frá áformunum á kynningarfundi í Hörpu …
Ragnheiður Elín Árnadóttir greindi frá áformunum á kynningarfundi í Hörpu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Svokallaðri stjórnstöð ferðamála verður komið á fót von bráðar. Þar munu fjórir ráðherrar og fjórir fulltrúar ferðaþjónustunnar eiga sæti. Markmiðið er að samhæfa aðgerðir og fylgja eftir stefnu fyrir ferðaþjónustuna. „Þarna erum við í fyrsta sinn að fá alla aðila að borðinu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptráðherra. „Ég bind miklar vonir við að þetta verði það tæki sem þarf til að koma málum áfram.“

Þetta kom við kynningu á nýjum veg­vísi fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu.

Allir koma að borðinu

Í Stjórnstöðinni munu Ragnheiður Elín, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, eiga sæti fyrir hönd stjórnvalda. Þá munu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórður Garðarsson, varaformaður, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, einnig eiga þar sæti.

Þá eiga tveir fulltrúar sveitafélaga þar einnig sæti, þ.e. Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sigrún Blöndal, forseti borgarstjórnar á Fljótsdalshéraði.

Hörður Þórhallsson, fyrrum framkvæmdastjóri Actavis, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar.

Starfar í fimm ár

Stjórnstöðin mun vinna náið með forráðamönnum þeirra opinberu stofnana sem hafa með höndum málefni ferðaþjónustunnar, fulltrúum greinarinnar og öðrum hagsmunaaðilum. Þar verður einnig unnið að tillögum um forgangsröðun aðgerða í tengslum við fjárlagagerð hvers árs, enda er gert ráð fyrir því að forgangsröðun verði í sífelldri endurskoðun.

Stjórnstöðinni er ætlað að starfa í fimm ár. „Næstu fimm ár verða helguð því að leggja traustan grunn til þess að ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni á traustum forsendum. Ný Stjórnstöð ferðamála mun gegna lykilhlutverki í þessari vinnu.

1.000 samhljóma raddir

Hér má lesa nýja ferðamálastefnu sem Stjörnstöðin mun fylgja.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, og Samtök ferðaþjónustunna haf aunnið sameiginlega að mótun stefnu í ferðaþjónustunni á síðasta ári.

Í máli Ragnheiðar Elínar kom fram að fundað hafi verið með um eitt þúsund manns vítt og breitt um landið við gerð stefnunnar. „Það var ánægjulegt að heyra samhljóminn í þessum röddum Þessar þúsund raddir voru að segja það sama,“ sagði hún.  

Helstu markmiðin verða að tryggja jákvæða upplifun ferðamanna, aukna dreifingu þeirra um landið, arðsemi greinarinnar og jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar.

Skjáskot úr nýjum vegvísi ferðaþjónustunnar
mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK