Veðhlutfallið hækkað í 75%

Veðhlutfall á sjóðfélagslánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hækkar í allt að 75% samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins en það var áður 65%. Vextir nýrra verðtryggðra lána með föstum vöxtum lækka um 0,1% í 3,6% og lántökukostnaður lækkar í 0,75%. Þá verður boðið upp á óverðtryggð lán.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna að breytingarnar miði að því að auðvelda sjóðfélögum að fjármagna þarfir heimilisins, einkum íbúðakaup, en allir þeir um 150 þúsund einstaklingar sem einhvern tíma hafa greitt iðgjöld til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eiga lánsrétt. Óverðtryggðu lánin verða með 6,97% vöxtum.

„Hægt er að velja milli jafngreiðslulána og lána með jöfnum afborgunum af höfuðstól. Vextir á nýjum óverðtryggðum lánum eru ákveðnir á þriggja mánaða fresti, en eftir að lán er tekið, eru vextir fastir í 3 ár í senn. Að þeim tíma liðnum getur sjóðfélaginn valið hvort lánið verði áfram með sömu skilmálum, eða því verði breytt í verðtryggt lán. Vextir af óverðtryggðum lánum eru nú 6,97%.“

Þá verður boðið upp á greiðslumat um leið og sótt er um lán með samkomulagi við Creditinfo hf. en áður hafi þurft að leita til bankastofnunar í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK