Hyggjast selja P4 fyrir tvo milljarða dollara

Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator.
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator. Rax / Ragnar Axelsson

Novator, fyrirtæki Björgólfs Thor Björgólfssonar, og gríska félagið Tollerton ætla að selja P4, fjórða stærsta farsímafyrirtæki Póllands fyrir allt að tvo milljarða dollara, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtæki Björgólfs Thor á helmingshlut í P4.

Heimildamenn Reuters segja að salan gæti átt sér stað á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi næsta árs. Eigendur P4 hafi frumkvæði að sölunni og muni velja sér ráðgjafa fljótlega. Þeir hafi þegar sent fjárfestingabönkum erindi vegna hennar.

P4 er með 22% markaðshlutdeild á farsímamarkaði í Póllandi og er með um þrettán milljónir viðskiptavina. Novator á rétt tæp 50% í fyrirtækinu. Gríski fjársýslumaðurinn Panos Germanos á 40% hlut í fyrirtækinu, en hann á Tollerton saman með bandaríska fjárfestingasjóðnum Third Point. Loks á Third Point á 10% í fyrirtækinu.  

Fram kemur í frétt Reuters að hvorki Tollerton né Novator hafi viljað tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Frétt Reuters af fyrirhugaðir sölu Novator á P4

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK