Karríréttur í skiptum fyrir vaxtasvindl

Tom Hayes
Tom Hayes AFP

Bankamaðurinn Tom Hayes, sem var nýverið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir libor-vaxtasvindl, bauð sex breskum miðlurum karrírétt í skiptum fyrir aðstoð.

Þetta kom fram í réttarhöldum yfir mönnunum sex en þeir eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotunum. Hayes var í ágúst dæmdur fyr­ir að hafa hand­stýrt og hagrætt Li­bor-milli­banka­vöxt­un­um með óeðli­leg­um hætti. Hayes var ákærður í átta ákæru­liðum og sak­felld­ur í þeim öll­um. Hann er tal­inn hafa hagrætt vöxt­un­um í starfi sínu sem miðlari hjá UBS og Citigroup á ár­un­um 2006 til 2010.

Í réttarhöldunum fengu kviðdómendur að sjá og heyra skilaboð sem fóru milli Hayes og mannanna árið 2006 er hann vann hjá UBS bankanum í Tókýó. Hayes bauðst til þess að borga fyrir karrírétti ef þeir myndu aðstoða hann með milljóna punda viðskipti með japönsk jen með því að hagræða libor-vöxtunum.

Í einum skilaboðum mátti heyra Darrell Read, starfsmann ICAP, bjóðast til þess að hjálpa honum. „Ég þarf að kaupa karrí fyrir strákana í vikunni,“ segir hann. 

Hayes svarar: „Ég ætti að borga það fyrir þá.“

Read segist þá ætla að skrifa það á hann. 

Í síðari skilaboðum, þar sem þeir fara yfir viðskiptin, segir Read: „50 punda karríréttur hefur sem sagt reynst ódýr?“

Hayes svaraði þá: „Já vinur. Hvað sem til þarf, rukkaðu mig.“

Seinna skrifaði Heyes til Darrels að libor-vextirnir hefðu hækkað og segist skulda þeim bjór.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK