Úr sjávarútvegsráðuneyti yfir í SFS

Steinar Ingi Matthíasson.
Steinar Ingi Matthíasson.

Steinar Ingi Matthíasson er nýr starfsmaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Steinar Ingi mun einkum sinna verkefnum á sviði stjórn fiskveiða sem og alþjóðlegu samstarfi þar með talið fiskveiðisamningum sem og öðrum fjölbreyttum verkefnum.

Steinar Ingi starfaði í sjávarútvegsráðuneytinu frá árinu 2004. Fyrst sem sérfræðingur en frá árinu 2007 var hann skipaður skrifstofustjóri í ráðuneytinu á skrifstofu stjórn fiskveiða og eftirlits og síðar skrifstofustjóri auðlinda- og alþjóðaskrifstofu í sameinuðu ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar. Frá árinu 2010 var Steinar Ingi fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytisins við sendiráði Íslands í Brussel og síðar fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að því er segir í tikynningu. 

Steinar Ingi er með BA próf í stjórnmálafræði og MS próf í umhverfis- og auðlindafræðum frá viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Steinar Ingi er giftur Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur og eiga þau saman þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK