Myllan lækkar vöruverð

Þorvaldur Borgar bakari hjá Myllunni.
Þorvaldur Borgar bakari hjá Myllunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Myllan lækkaði á þriðjudag verð á vörum sínum. Það er gert í samræmi við styrkingu íslensku krónunnar gagnvart evru í samræmi við fyrri loforð Myllunnar að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Verð á innfluttum vörum lækkar um 3,17 prósent en á framleiddum vörum um 1,42 prósent. Síðast breytti Myllan vöruverði vegna gengisbreytinga evru í febrúar á þessu ári og þar áður í mars árið 2013.

Gengi evru hefur lækkað viðstöðulítið frá haustinu 2013 og er hún tæpum fjórtán prósent ódýrari í krónum talið nú en þá. Í kjölfar mikilla sveifla á gengi gjaldmiðla í kringum efnahagshrunið ákváðu stjórnendur Myllunnar að miða verðbreytingar hjá sér við fimm prósent sveiflur á gengi evru gagnvart íslensku krónunni og hafa breytt vöruverði í samræmi við það. 

Þegar Myllan lækkaði vöruverð í febrúar kostaði ein evra 150,7 íslenskar krónur. Á hádegi á fimmtudag í síðustu viku var gengi hennar komið niður í 142,92 krónur. Það jafngildir rétt rúmlega 5,1 prósent lækkun á tímabilinu.

„Myllan mun halda áfram að láta neytendur njóta þess þegar gengi krónunnar styrkist og evran veikist,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK