Krónan styrktist í september

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í september. Verð á evru lækkaði um 1,6%, dollar lækkaði einnig um 1,6% og sterlingspundið um 2,9%. Gengisvísitalan lækkaði um 2,2%.

Heildarveltan á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 347 milljónum evra, eða 49,9 milljörðum króna, í samanburði við 540 milljóna evra veltu í ágúst. Samdrátturinn skýrist líklega m.a. af því að háannatími í ferðaþjónustunni er að baki.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Alls keypti Seðlabankinn 201 m.evra í septembermánuði sem samsvarar 58% af veltu mánaðarins. Nettókaup bankans í ár eru komin upp í 1.333 milljónir evra, en til samanburðar keypti bankinn 933 milljónir evra samtals á árunum 2011 til 2014.

Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag hækkaði um 2,3% milli mánaða í september. Það mælist nú svipað og það var í mars 2008.

Samkvæmt bráðabirgðatölum var 6,6 milljarða króna halli af vöruskiptum við útlönd í september. Fyrstu níu mánuði ársins jókst bæði vöruinnflutningur og útflutningur um kringum 15% á föstu gengi. Óveruleg breyting var á heildarvöruskiptajöfnuði milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK