Verðlauna manninn sem keypti Google.com

Forstjóri Google, Sundar Pichai, á kynningu. Á dögunum tapaði Google …
Forstjóri Google, Sundar Pichai, á kynningu. Á dögunum tapaði Google léninu www.google.com í eina mínútu. AFP

Tæknirisinn Google ákvað að verðlauna manninn sem keypti lénið Google.com á dögunum og átti það í eina mínútu. Verðlaunin eru rúmlega tíu þúsund dollarar, eða 1,2 milljónir króna. Eftir að maðurinn sagðist ætla gefa það til góðgerðarmála ákvað Google að tvöfalda upphæðina.

Líkt og mbl greindi frá á dögunum var af ein­hverj­um ástæðum hægt að kaupa lénið Google.com um daginn. Fyrr­ver­andi starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins, Sanmay Ved, rakst á það á net­vafri og var fljót­ur að ganga frá kaupum. Kaup­verðið fyr­ir fjöl­sótt­ustu síðu heims var ekki hátt, eða 12 doll­ar­ar, sem jafn­gild­ir 2.300 ís­lensk­um krón­um.

Eign­ar­haldið ent­ist þó ekki lengi þar sem kaup­in voru aft­ur­kölluð eft­ir um eina mín­útu með skila­boðum um að ann­ar aðili væri þegar skráður eig­andi. Ved fékk end­ur­greitt og hann áfram­sendi trúnaðar­upp­lýs­ing­ar, sem hann hafði fengið sendar sem eigandi Google, á ör­yggis­teymi fyrirtækisins.

Frétt mbl.is: Átti Google.com í eina mínútu

Google verðlaunar reglulega þá sem finna einhverjar kerfisvillur hjá fyrirtækinu og á heimasíðu þeirra má meira að segja finna undirsíðu með tilgreindum verðlaunafjárhæðum.

Í samtali við Business Insider segir Ved að málið hafi hins vegar aldrei snúist um peninga og að hann vilji setja öðrum gott fordæmi. 

Ved ætlar að gefa verðlaunin til góðgerðarsamtakanna The Art of Living India sem sjá um að styrkja fátæk börn til menntunar. Ved vill ekki gefa upp nákvæma verðlaunafjárhæð en segir hana þó hafa verið yfir tíu þúsund dollurum.

Eftir að Google frétti að Ved ætlaði að gefa peningana ákvað fyrirtækið síðan að tvöfalda upphæðina

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK