HB Grandi hagnast um 1,3 milljarða

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Þórður

HB Grandi hagnaðist um 9,1 milljón evrur á þriðja ársfjórðungi þessa árs og er þá hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum orðinn 32,2 milljón evrur. Þetta nemur um 1,3 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi og 4,5 milljörðum yfir árið.  Á sama tíma í fyrra var hagnaður félagsins 20 milljón evrur á þriðja ársfjórðungi og 30,6 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins.

Rekstrarhagnaður félagsins nam 15,6 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 46,9 milljónum evra á fyrstu níu mánuðunum. Rekstrartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi voru 56,2 milljónir evra og 166,6 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins.

Í tilkynningu frá HB Granda kemur fram að birgðir hafi aukist um 15,5 milljón evra frá áramótum og liggi meginskýringin í árstíðasveiflum. „Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur haft og mun hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins og afkomu þess, sérstaklega á Vopnafirði, gangi það að fullu eftir. Um 17% tekna félagsins komu frá rússneskum aðilum árið 2014. Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda hf. en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningunni. Félagið á nú um 2,4 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK