Laugarásvídeó lokað um áramótin

Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvideo.
Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvideo. mbl.is/Árni Sæberg

Laugarásvídeó verður lokað um áramótin eftir tæplega þrjátíu ára starfsemi. Í færslu á Facebook-síðu leigunnar kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi markaðsástæðna og aldurs eiganda leigunnar, Gunnars Jósefssonar. 

„Um leið og við þökkum öllum þeim tugþúsundum sem hafa verslað hjá okkur í gegnum tíðina, þá viljum við benda á það að nú gefst frábært tækifæri til þess að eignast hlut í leigunni með því að koma og kaupa eitthvað af þeim tugþúsundum titla sem leigan á.

DVD diskar fást stakir á 600 krónur og blu-ray diskar á 1200 krónur. Auðvitað er síðan hægt að semja ef um magninnkaup er að ræða,“ segir á Facebook-síðu leigunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK