Deloitte sýknað af kröfu Toyota

Deloitte var sýknað af kröfum Toyota í janúar vegna ráðgjafar …
Deloitte var sýknað af kröfum Toyota í janúar vegna ráðgjafar um öfugan samruna og staðfesti Hæstiréttur nú dóm héraðsdóms. mbl.is/Rax

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í skaðabótamáli sem Toyota á Íslandi höfðaði á hendur Deloitte, en Toyota taldi Deloitte hafa valdið fyrirtækinu tjóni vegna ráðgjafar og var krafist 31,7 milljóna í skaðabætur. Var Toyota aftur á móti dæmt til að greiða 2 milljónir í málskostnað, en áður hafði sú upphæð numið 1,5 milljónum í héraði.

Toyota taldi að Deloitte hefði valdið fyrirtækinu tjóni við ráðgjöf á svokölluðum öfugum samruna eða skuldsettri yfirtöku. Toyota byggði á svo­nefndri sér­fræðiá­byrgð, en í henni felst að sak­arregl­unni er beitt með strang­ari hætti en al­mennt ger­ist. Toyota hélt því fram að Deloitte hefði veitt sér­fræðiaðstoð við val á aðferð við samruna fé­lag­anna Ber­geyj­ar ehf. og P. Samú­els­son­ar hf. og skattskila hvað varðar frádráttarbærni vaxtagjalda í kjölfarið.

Deloitte mótmælti þessu og sagði að forsvarsmenn félaganna hefðu staðið að því að sameina félögin. Ágreiningslaust er í málinu að Deloitte gerði skattframtöl fyrir Toyota fyrir árið 2006 og að það hafi falið í sér að vaxtagjöld vegna lántöku við samrunann hafi verið gjaldfærð á móti tekjum. Í dómi Hæstaréttar segir hins vegar að skattframtalið hafi verið reist á ársreiknngi sem unninn var af Toyota og var á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins. Staðfesti dómurinn því niðurstöðu héraðsdóms og sýknaði Deloitte í málinu.

Félagið Bergey og móðurfélag þess, Smáey ehf., voru í eigu útgerðarmannsins Magnúsar Kristinssonar, en þau eru nú bæði gjaldþrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK